Enski boltinn

Yakubu á óskalista Avram Grant

Elvar Geir Magnússon skrifar
Skiptir Yakubu um lit?
Skiptir Yakubu um lit?

Avram Grant, knattspyrnustjóri West Ham, vill fá sóknarmanninn Yakubu Aiyegbeni frá Everton. Það er þó talið að hann þurfi að reiða fram um 9 milljónir punda til að krækja í leikmanninn.

David Moyes, stjóri Everton, hefur verslað þrjá sóknarmenn í sumar og er tilbúinn að hlusta á tilboð í Yakubu sem var keyptur til félagsins frá Middlesbrough fyrir þremur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×