Enski boltinn

Grant kominn með vinnuleyfi í Englandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avram Grant, stjóri West Ham.
Avram Grant, stjóri West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Avram Grant hefur fengið vinnuleyfi í Englandi en hann gerði í síðustu viku fjögurra ára samning um að taka að sér knattspyrnustjórn West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

Grant er frá Ísrael og hefur áður þjálfað Chelsea og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni og stýrði til að mynda báðum félögum í úrslit ensku bikarkeppninnar.

Hann er þegar byrjaður að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum og samdi nýverið við Þjóðerjann Thomas Hitzlsperger, fyrrum leikmann Aston Villa og Stuttgart.

Grant hætti hjá Portsmouth í vor eftir að félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni en var rekinn frá Chelsea fyrir tveimur árum eftir að það tapaði fyrir Manchester United í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×