Enski boltinn

Bramble með gegn Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Titus Bramble í leik með Sunderland.
Titus Bramble í leik með Sunderland. Nordic Photos / Getty Images

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Sunderland, hefur staðfest að Titus Bramble verði með liðinu þegar það mætir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Bramble var í fyrradag handtekinn ásamt bróður sínum og eru þeir grunaðir um nauðgun. Þeir neita staðfastlega sök og forráðamenn Sunderland hafa sagt að félagið muni styðja Bramble heilshugar.

„Hann vill spila, svo hann mun spila," sagði Bruce í samtali við enska fjölmiðla. „Hann vildi æfa og undirbúa sig fyrir leikinn. Hann vill leysa sín mál sem allra fyrst enda erfitt fyrir hvern sem er að takast á við slík mál."

Bruce segir hins vegar að leikmenn þurfi að taka meiri ábyrgð á sínum gjörðum. „Ég held að þær ættu ekki að fara út á lifið á þriðjudegi þegar það er leikur á laugardegi."

„Ég hef ekkert á móti því að fara út á lífið en ég tel að þeir ættu ekki að koma sér í þessa stöðu. Við höfum rætt þetta við Titus og hann er sammála því að það sé ekki viðeigandi að koma sér í svona stöðu á þriðjudegi."

„Knattspyrnumenn þurfa að sýna meiri ábyrgð og þurfa að haga sér almennilega."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×