Enski boltinn

Anderson orðaður við Panathinaikos

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anderson, til hægri, ásamt Nani.
Anderson, til hægri, ásamt Nani. Nordic Photos / Getty Images

Brasilíumaðurinn Anderson er sagður vera á leið frá Manchester United og til Panathinaikos í Grikklandi nú í janúar næstkomandi.

Jesualdo Ferreira er knattspyrnstjóri Panathinaikos en hann var áður stjóri þegar að Anderson lék með félaginu. Hann var seldur til United fyrir þremur árum síðan.

Anderson er 22 ára gamall og sleit krossband í hné í janúar síðastliðnum. Hann missti því af síðari hluta tímabilsins og HM í Suður-Afríku í sumar.

Hann hefur lítið fengið að spila með United í haust og hefur tvívegis verið í byrjunarliðinu í alls fjórtán deildarleikjum.

Fulltrúar félaganna munu hafa fundað um möguleikann á því að lána Anderson til Grikklands. Panathinaikos gæti svo keypt hann næsta sumar.

Anderson hefur áður verið orðaður við frönsku liðin Lyon og Marseille.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×