Enski boltinn

Hodgson vonast til þess að fá að eyða í nýja leikmenn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roy Hodgson, stjóri Liverpool.
Roy Hodgson, stjóri Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, bíður spenntur eftir því að fá að opna Liverpool-budduna í janúar gangi nýju eigendaskiptin í gegn. Liverpool þarf á liðsstyrk að halda enda í fallsæti með aðeins 6 stig eftir fyrstu 7 leiki tímabilsins.

„Við vitum hvað við þurfum að gera. Við þurfum nýja leikmenn því við vitum að við erum veikir á ákveðnum stöðum á vellinum," sagði Roy Hodgson sem hefur ekki haft úr miklu að moða í leikmannamálum fyrstu mánuði sína í starfi.

„Þetta hefur verið í ólagi síðan ég kom hingað og við höfum ekki getað lagað þetta. Ég bið um þolinmæði, traust og trú frá stuðningsmönnum á meðan að ég næ þessu í lag," sagði Hodgson.

„Það er alveg ljóst að liðið þarf að styrkjast á ákveðnum stöðum og við þurfum að fá meiri gæði inn í leikmannahópinn. Ég fullvissa alla um það að við verðum ekki að berjast á botninum í mótslok," sagði Hodgson.

„Stundum kemur það fyrir að lið detta niður í botnsætin eftir nokkra leiki og það er við það að líða yfir alla af áhyggjum en við örvæntum ekki. Það er von á miklu betri hlutum frá okkur í vetur," sagði Hodgson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×