Erlent

Jarðskjálftinn í Chile færði möndul jarðar

Óli Tynes skrifar
Möndull jarðar liggur ekki lóðrétt í gegnum hana heldur með 23,5 gráðu halla.
Möndull jarðar liggur ekki lóðrétt í gegnum hana heldur með 23,5 gráðu halla.

Vísindamaður við bandarísku Geimvísindastofnunina segir að jarðskjálftinn mikli í Chile hafi að öllum líkindum fært möndul jarðar til um átta sentimetra.

Ef það er rétt hefur það stytt daginn um 1,26 míkrósekúndur. Míkrósekúnda er einn milljónasti úr sekúndu.

Richard Gross hjá NASA segir að möndull jarðar færist iðulega til í öflugum jarðskjálftum. Hreyfingin sé mismunandi eftir því hvar á jörðinni þeir verða.

Möndull jarðar liggur ekki lóðrétt í gegnum hana heldur með 23,5 gráðu halla.

Sólarhringurinn á jörðinni er 24 klukkustundir vegna þess að það er sá tími sem það tekur plánetuna að snúast einn hring um möndul sinn.

Breyting á halla möndulsins hefur því áhrif á snúninginn.

Jarðskjálfinn í Chile mældist 8.8 stig á Richter kvarða. Vegna legu landsins færði hann möndulinn meira til en jarðskjálftinn í Asíu árið 2004 sem þó var mun öflugri.

Þá er talið að möndullinn hafi færst til um sjö sentimetra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×