Enski boltinn

Liverpool stökk úr fallsæti og upp í það tólfta

Elvar Geir Magnússon skrifar
Maxi Rodríguez.
Maxi Rodríguez.

Argentínumaðurinn Maxi Rodríguez var hetja Liverpool í dag. Hann skoraði sigurmarkið gegn Bolton á útivelli í dag.

Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton og krækti sér í gult spjald.

Það var Fernando Torres sem lagði upp eina mark leiksins en Jussi Jaaskelainen hefði eflaust getað gert betur í markinu hjá Bolton.

Þetta var ansi mikilvægur sigur fyrir Liverpool sem tók hástökk úr fallsæti og upp í tólfta sætið. Bolton er um miðja deild.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×