Enski boltinn

Manchester United staðfestir að Edwin van der Sar hættir í vor

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edwin van der Sar.
Edwin van der Sar. Mynd/Nordic Photos/Getty

Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, mun leggja skónna á hilluna í vor en Sir Alex Ferguson, stjóri liðsins, staðfesti þetta á blaðamannafundi í morgun.

Það hefur verið mikið skrifað um framtíð hollenska markvarðarins sem varð fertugur á dögunum en nú er ljóst að hann spilar ekki fleiri tímabil á Old Trafford.

Í kringum fertugsafmæli Edwin van der Sar í október sagði Eric Steele, markvarðarþjálfari Manchester United, að van der Sar væri á sínu síðasta ári en markvörðurinn svaraði því í fjölmiðlum og sagði að það væri tóm vitleysa því hann væri ekki búinn að ákveða neitt.

„Við erum að skipuleggja okkur fyrir að þetta verði síðasta tímabilið hans," sagði Sir Alex Ferguson á blaðamannafundi í morgun fyrir leikinn á móti Sunderland á öðrum degi jóla.

Edwin van der Sar.Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester United er búið að kaupa danska markvörðinn Anders Lindegaard frá Aalesund og þá hefur Manuel Neuer, landsliðsmarkvörður Þjóðverja verið orðaður við enska stórliðið en Neuer hefur neitað að framlengja samning sinn við Schalke.

Edwin van der Sar kom til Manchester United árið 2005 þá 35 ára gamall en hann hefur spilað 168 deildarleiki með félaginu og unnið

sex stóra titla sem leikmaður United þar af þrjá meistaratitla. Hann hóf ferillinn með Ajax og lék með Juventus og Fulham áður en hann kom á Old Trafford.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×