Enski boltinn

Tevez: Verðum að klára litlu liðin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Carlos Tevez, framherji Man. City, segir að liðið verði að bæta sig gegn slakari liðum ef það ætlar sér að berjast um enska meistaratitilinn í vetur.

City gengur vel gegn stóru liðunum og skellti Chelsea um síðustu helgi. Liðið hefur aftur á móti tapað mörgum stigum gegn minni spámönnum og Tevez segir að það verði að breytast.

"Við spilum alltaf mjög vel gegn stóru liðunum og við verðum að leika af sama styrkleika gegn minni liðunum. Ef við förum að afgreiða þá leiki þá erum við komnir í alvöru baráttu," sagði Tevez og bætir við að sigurinn gegn Chelsea gefi liðinu mikið.

"Það var gríðarlega mikilvægt að vinna þann leik. Mér líkar sérstaklega vel að spila gegn Chelsea. Við erum sífellt að verða sterkari og ég sem fyrirliði verði að gefa mínu líði kraft með því að spila vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×