Enski boltinn

Ferguson: Gott fyrir Rooney að fá svona góðar móttökur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney þakkar stuðningsmönnum Manchester United fyrir móttökurnar í dag.
Wayne Rooney þakkar stuðningsmönnum Manchester United fyrir móttökurnar í dag. Mynd/AP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, talaði um það eftir 2-0 sigur á móti Wigan í dag að hann þurfti að fara minnka hræringar á liði sínu á næstunni. United náði Chelsea að stigum þar sem að meistararnir töpuðu sínum öðrum leik í röð.

„Við þurfum að vera með meiri stöðugleika í liðsuppstillingu okkar á næstunni," sagði Alex Ferguson í viðtali við Sky Sports og hann var ánægður með hvernig stuðningsmenn United tóku á móti Wayne Rooney í fyrsta leik hans með liðinu í meira en mánuð.

„Wayne Rooney fékk mjög góðar móttökur í dag sem var gott því það tók mikla pressu af stráknum. Hann mun spila 90 mínútur á móti Rangers í Meistaradeildinni. Það mun hjálpa honum að komast í leikform," sagði Alex Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×