Innlent

Ók í gegnum vegrið yfir á öfugan vegarhelming á Miklubraut

Bíllinn er eins og sjá má, verulega illa farinn. Enginn virðist þó hafa slasast þrátt fyrir að það myndaðist mikil hætta.
Bíllinn er eins og sjá má, verulega illa farinn. Enginn virðist þó hafa slasast þrátt fyrir að það myndaðist mikil hætta. Mynd / Daníel Rúnarsson

Ökumaður á þrítugsaldrinum ók í gegnum grindverk á Miklubrautinni við Skaftahlíð rétt fyrir klukkan eitt. Bifreiðin fór yfir á öfugan vegarhelming og ók næstum á tvær aðrar bifreiðar.

Ökumenn þeirra bíla náðu þó að sveigja frá tímanlega og þannig var komist hjá árekstri. Bifreiðin sem ók yfir á öfugan vegarhelming er talsvert skemmd.

Engin slys urðu á fólki. Einn maður var í bílnum sem ók yfir á öfugan vegarhelming.

Tildrög slyssins eru óljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×