Enski boltinn

Arsenal fór létt með Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bendtner og Walcott fagna í kvöld.
Bendtner og Walcott fagna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Einum leik af þremur er lokið í ensku deildabikarkeppninni í kvöld en í honum vann Arsenal stórsigur á Newcastle, 4-0.

Fyrsta markið var sjálfsmark Tim Krul, markvarðar Newcastle. Hann fékk boltann í hnakkann sinn eftir að Ryan Taylor reyndi að hreinsa af marklínu og hafnaði boltinn í markinu.

Theo Walcott skoraði svo annað mark Arsenal en markið var umdeilt þar sem að Nicklas Bendtner, sem var rangstæður þegar að sendingin kom inn fyrir vörn Newcastle, stöðvaði varnarmann Newcastle áður en Walcott skoraði.

Bendtner skoraði svo þriðja markið með laglegu skoti og Walcott það fjórða eftir að hann komst einn inn fyrir vörn Newcastle.

Framlengt var í hinum leikjunum tveimur. Staðan í leik Aston Villa og Burnley var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma, rétt eins og í leik West Ham og Stoke.

Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður hjá Stoke snemma í síðari hálfleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×