Enski boltinn

Gerrard ekki sáttur við sína spilamennsku

Elvar Geir Magnússon skrifar
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. Mynd/AP
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. Mynd/AP

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, viðurkennir að hann hafi ekki spilað eins vel á tímabilinu og hann vildi. Hann segist þurfa að bæta leik sinn svo Liverpool nái fjórða sætinu og komist í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

„Ég gæti hafa spilað betur. Ég er ekki fullkomlega sáttur við spilamennsku mína þegar ég horfi á tímabilið í heild. Ég heg hef ekki spilað eins vel og ég vildi," sagði Gerrard sem hefur þó engar áhyggjur.

„Ég er enn með sjálfstraustið í góðu lagi. Ég hef alveg spilað vel á þessu tímabili en ég hef einnig verið ósáttur við frammistöðu mína eftir einhverja leiki. Ég er sjálfur minn harðasti gagnrýnandi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×