Enski boltinn

Hughes: Enginn hefði getað náð betri árangri með City

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mark Hughes stefnir á að koma Fulham í efri hluta úrvalsdeildarinnar.
Mark Hughes stefnir á að koma Fulham í efri hluta úrvalsdeildarinnar.

Mark Hughes telur sig hafa tekið rétta ákvörðun á réttum tíma þegar hann ákvað að taka við stjórnartaumunum hjá Fulham. Hann hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Manchester City á síðasta tímabili.

City var í baráttu við topp deildarinnar þegar Hughes var látinn taka pokann sinn.

„Þetta voru mér mikil vonbrigði þar sem ég var að gera góða hluti við erfiðar aðstæður. Ég held að enginn annar hefði getað náð betri árangri en ég við þessa aðstæður," sagði Hughes.

Hann segir að metnaður Fulham hafi verið ein aðalástæða þess að hann ákvað að semja við félagið. Hann tekur við af Roy Hodgson sem náði frábærum árangri þegar hann stýrði liðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

„Starfið sem Roy gerði fyrir félagið var frábært. Hann náði því besta sem mögulegt var úr leikmannahópnum. Það er eitthvað sem ég reyni alltaf. Nú er engin Evrópukeppni að trufla okkur og ég stefni því á að bæta árangurinn úr deildinni síðasta tímabil," sagði Hughes en Fulham endaði í tólfta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×