Enski boltinn

Henry fundaði með stjórn Liverpool í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Bandaríkjamaðurinn John Henry er skrefi nær því að eignast Liverpool eftir að dómstólar á Englandi dæmdu kaup hans á félaginu lögleg.

Stjórn Liverpool hittist í London í kvöld til þess að fara yfir stöðuna í kjölfar dómsins.

Henry var þar óvænt mættur en það ku benda til þess að málið sé afar langt komið og hann sé í London til þess að ganga frá lausum endum.

Síngapúrinn Peter Lim hefur ekki enn gefist upp á að reyna að eignast félagið og kom með nýtt og betra tilboð. Það tilboð virðist þó hafa komið of seint.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×