Enski boltinn

Jóhannes Karl búinn að semja við Huddersfield Town

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson í leik með Burnley á móti Arsenal.
Jóhannes Karl Guðjónsson í leik með Burnley á móti Arsenal. Mynd/Getty Images
Jóhannes Karl Guðjónsson er búinn að gera tveggja ára samning við enska C-deildarliðið Huddersfield Town eftir að hafa farið til Englands í fyrradag til að fara í læknisskoðun og ganga frá samningi við félagið. Þetta kom fram á netsíðunni fótbolti.net.

Huddersfield þarf ekkert að borga fyrir Jóhannes Karl sem losnaði undan samningi við Burnley eftir að hafa lent upp á kant við knattspyrnustjórann Brian Laws.

Huddersfield verður fimmta enska liðið sem Jóhannes Karl leikur með á ferlinum en hann hefur einnig spilað með Aston Villa, Wolves og Leicester auk þess að spila með Burnley frá árinu 2007.

Huddersfield Town er fornfrægt fótboltafélag í Englandi og meðal annars fyrsta enska liðið til að verða meistari þrjú ár í röð. Liðið hefur þó ekki spilað í efstu deild síðan 1972 en er nú á uppleið aftur eftir að hafa farið alla leið niður í D-deild 2003-04.

Huddersfield Town endaði í sjötta sæti í ensku C-deildinni á þessu tímabili og tapaði síðan fyrir Millwall í úrslitakeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×