Fótbolti

Írinn Richard Dunne hló af óförum Frakkanna á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Richard Dunne og Thierry Henry eftir leikinn í París.
Richard Dunne og Thierry Henry eftir leikinn í París. Mynd/AFP
Írski landsliðsmaðurinn Richard Dunne var í dag spurður út í ófarir franska landsliðsins á HM í sumar í viðtali hjá BBC. Írar sátu eins og kunnugt er eftir með sárt ennið eftir umspilsleiki við Frakka þar sem ólöglegt mark Frakka kom þeim til Suður-Afríku.

„Ég sá ekki leikina hjá Frökkum en ég hló af þessarri vitleysu þegar ég frétti af henni," sagði Richard Dunne sem var inn á vellinum þegar Thierry Henry notaði höndina til að leggja upp markið sem sem tryggði franska liðinu sigur á Írum.

„Ef þú þarft að svindla til þess að komast á HM þá er algjört lágmark að þú reynir að gera eitthvað á mótinu en þeir gerðu það ekki einu sinni," sagði Richard Dunne.

Thierry Henry kom til Richard Dunne í loks leiksins sögulega í París. „Henry viðurkenndi eftir leikinn að hafa tekið boltann með hendinni en mér leið ekkert betur við það. Það var svindlað á okkur," sagði Dunne sem verður áfram í aðalhlutverkinu með Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×