Innlent

Óhugnanlegt návígi við gosstöðvarnar

Myndin sem Ólafur tók sýnir ótrúlegt návígi við eldgosið.
Myndin sem Ólafur tók sýnir ótrúlegt návígi við eldgosið.

„Þetta er bara óhugnanlegt" sagði Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri en hann sendi Vísi þessa mögnuðu mynd sem sýnir návígi býlisins við eldstöðvarnar.

„Það eru þvílíkar sprengingar og svartir taumar sem teygja sig lengst upp í loftið. Þetta er eins og í Surtseyjargosinu," segir Ólafur sem þarf ekki annað en að líta upp til himins til þess að sjá hrikalegar afleiðingar gossins.

Hann segir bæinn hinsvegar hafa sloppið ótrúlega vel. Þó hafi orðið heitavatnslaust á bænum. Sjálfur þurfti hann að flýja bæinn í morgun en þá vissi hann ekkert hvað myndi gerast. Hann er því sáttur við að ekki fór verr.

Varnagarðar við bæinn eyðilögðust að hluta til. Þó stendur varnaveggur sem var hlaðinn fyrir um 50 árum síðan. Annar veggur styttist um 50 metra þegar flóð skall á.

Ólafur segir að lokum að það sé ótrúlegt horfa upp hlíðarnar á gosið.

„En þetta er bara eitthvað sem maður þarf að lifa með," sagði Ólafur.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.