Fótbolti

Maradona ætlar að kæra Grondona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Diego Armando Maradona hefur ekki sagt sitt síðasta orð við Julio Grondona, formann argentínska knattspyrnusambandsins, því Maradona ætlar að stefna formanninum.

Skotin hafa flogið á milli þeirra tveggja síðan ljóst varð að Maradona fengi ekki að halda áfram með argentínska landsliðið.

Nú síðast lét Grondona í það skína að Maradona væri enn að fikta með eiturlyf og þess vegna ætlar Maradona að kæra.

"Ég ætla ekki að tjá mig meira um þennan mann. Ég mun fara með málið beint í lögfræðinga mína sem munu stefna honum. Hann getur ekki talað svona. Maðurinn er alveg stjórnlaus," sagði Maradona ákveðinn.

"Ég hef ekki notað eiturlyf í sex ár og hef ekki einu sinni fengið mér vínglas á þessum tíma," sagði Maradona en hann hafði sagt að Grondona væri elliær og þess vegna svaraði Grondona harkalega.

"Maradona elskar mann einn daginn en hatar mann þann næsta. Við vitum öll af hverju þessar sveiflur eru á honum," sagði Grondona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×