Enski boltinn

MK Dons með enga varamenn á bekknum í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Karl Robinson, stjóri MK Dons.
Karl Robinson, stjóri MK Dons. Nordic Photos / Getty Images

Karl Robinson, knattspyrnustjóri enska C-deildarliðsins MK Dons, segir að líklegt sé að hann geti ekki verið með neinn varamann á skýrslu í leik liðsins gegn Yeovil í kvöld.

Aðeins tólf leikmenn æfðu í gær en veikindi herja nú á leikmannahóp liðsins. Þar af munu tveir leikmenn taka út leikbann í kvöld.

„Ég mun spila með ellefu leikmenn í kvöld og svo verðum við að sjá til," sagði Robinson í samtali við enska fjölmiðla í dag.

Veikdindin létu fyrst á sér kræla þegar að Jermaine Easter veiktist í leik liðsins gegn Tranmere um helgina.

Robinson útilokaði ekki að einhverjir leikmenn myndu mögulega ná að jafna sig fyrir leikinn í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×