Geir Haarde klipptur út 20. október 2010 09:00 Umdeild mynd Inside Job verður frumsýnd hér á landi á næstunni. Leikstjóri myndarinnar, Charles Ferguson, notar Ísland sem formála að myndinni; það sem gerðist hér hafi í raun verið smækkuð og einfölduð mynd af því sem gerðist í Bandaríkjunum. NordicPhotos/Getty Heimildarmyndin Inside Job eftir Charles Ferguson verður frumsýnd hér á landi byrjun nóvember. Myndin fjallar um efnahagshrunið sem reið yfir heimsbyggðina. Í samtali við Fréttablaðið segist Ferguson vonast til að myndin varpi ljósi á hvað í raun og veru gerðist í aðdraganda fjármálahamfaranna. Merkilegt nokk þá byrjar Inside Job á Íslandi. Charles Ferguson upplýsir að hann hafi dvalist hér í heila viku og tekið viðtöl við marga þjóðþekkta einstaklinga úr þjóðmálaumræðunni en að endingu hafi aðeins Gylfi Zoëga og Andri Snær Magnason ratað í myndina. Meðal þeirra sem voru klipptir út var Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Við áttum gott klukkutímalangt spjall. Því miður komst viðtalið ekki fyrir en bútar úr því voru í fyrstu útgáfu myndarinnar. Ég reikna með að viðtalsbúturinn verði á DVD-útgáfunni.“ Ferguson segir að dvöl sín hér á landi hafi verið einstök upplifun, hann hafi komið hingað í maí á síðasta ári og því upplifað hinar margrómuðu sumarnætur. Ástæðan fyrir því að Ísland er notað sem hálfgerður formáli að sjálfri myndinni er ósköp einföld, að sögn Fergusons. „Ísland er í raun og veru smækkuð og einföld útgáfa af því sem dró bandaríska efnahagskerfið niður; skortur á reglugerðum og eftirliti, samkrull viðskiptalífsins og stjórnmálanna og þessi áhættusækni,“ útskýrir Ferguson en Jón Ásgeir Jóhannesson er sérstaklega tekinn fyrir í myndinni, viðskiptahættir hans skoðaðir lauslega og farið yfir eignir hans, en þar á meðal voru einkaflugvél, þakíbúð í New York og einkasnekkja. Í myndinni kemur einnig fram að margir verðbréfasalar á Wall Street hafi verið illa haldnir af áhættusækni, þeir hafi mikið sótt í strípiklúbba og vændishús og kókaínneysla hafi verið áberandi hjá stórum hluta þeirra. Ferguson segist ekki vilja ganga svo langt að fullyrða að svipað hafi verið uppi á teningnum hérlendis, þetta sé einfaldlega hegðunarmynstur sem menn sækist í. „Ég skoðaði líka veðmálastarfsemina hjá þessum verðbréfasölum, því hún var gríðarleg á þessum tíma, en sú umfjöllun komst ekki að.“ Þulur myndarinnar er Matt Damon og rödd hans hefur sterka nærveru. Ferguson segist hafa notið samstarfsins við Hollywood-stjörnuna og hann hafi komið með sterka punkta. Hann segir jafnframt að enginn hafi reynt að stöðva dreifingu myndarinnar en sumir hafi reynt að draga sig út úr henni. „Við fengum hins vegar skriflegt leyfi hjá öllum og vorum því réttu megin hvað lög og reglur varðar.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Heimildarmyndin Inside Job eftir Charles Ferguson verður frumsýnd hér á landi byrjun nóvember. Myndin fjallar um efnahagshrunið sem reið yfir heimsbyggðina. Í samtali við Fréttablaðið segist Ferguson vonast til að myndin varpi ljósi á hvað í raun og veru gerðist í aðdraganda fjármálahamfaranna. Merkilegt nokk þá byrjar Inside Job á Íslandi. Charles Ferguson upplýsir að hann hafi dvalist hér í heila viku og tekið viðtöl við marga þjóðþekkta einstaklinga úr þjóðmálaumræðunni en að endingu hafi aðeins Gylfi Zoëga og Andri Snær Magnason ratað í myndina. Meðal þeirra sem voru klipptir út var Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Við áttum gott klukkutímalangt spjall. Því miður komst viðtalið ekki fyrir en bútar úr því voru í fyrstu útgáfu myndarinnar. Ég reikna með að viðtalsbúturinn verði á DVD-útgáfunni.“ Ferguson segir að dvöl sín hér á landi hafi verið einstök upplifun, hann hafi komið hingað í maí á síðasta ári og því upplifað hinar margrómuðu sumarnætur. Ástæðan fyrir því að Ísland er notað sem hálfgerður formáli að sjálfri myndinni er ósköp einföld, að sögn Fergusons. „Ísland er í raun og veru smækkuð og einföld útgáfa af því sem dró bandaríska efnahagskerfið niður; skortur á reglugerðum og eftirliti, samkrull viðskiptalífsins og stjórnmálanna og þessi áhættusækni,“ útskýrir Ferguson en Jón Ásgeir Jóhannesson er sérstaklega tekinn fyrir í myndinni, viðskiptahættir hans skoðaðir lauslega og farið yfir eignir hans, en þar á meðal voru einkaflugvél, þakíbúð í New York og einkasnekkja. Í myndinni kemur einnig fram að margir verðbréfasalar á Wall Street hafi verið illa haldnir af áhættusækni, þeir hafi mikið sótt í strípiklúbba og vændishús og kókaínneysla hafi verið áberandi hjá stórum hluta þeirra. Ferguson segist ekki vilja ganga svo langt að fullyrða að svipað hafi verið uppi á teningnum hérlendis, þetta sé einfaldlega hegðunarmynstur sem menn sækist í. „Ég skoðaði líka veðmálastarfsemina hjá þessum verðbréfasölum, því hún var gríðarleg á þessum tíma, en sú umfjöllun komst ekki að.“ Þulur myndarinnar er Matt Damon og rödd hans hefur sterka nærveru. Ferguson segist hafa notið samstarfsins við Hollywood-stjörnuna og hann hafi komið með sterka punkta. Hann segir jafnframt að enginn hafi reynt að stöðva dreifingu myndarinnar en sumir hafi reynt að draga sig út úr henni. „Við fengum hins vegar skriflegt leyfi hjá öllum og vorum því réttu megin hvað lög og reglur varðar.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira