Íslenski boltinn

Guðjón: Örugglega flottasta mark sem ég hef skorað

Hjalti Þór Hreinsson á Fylkisvelli skrifar
Guðjón í baráttunni í Árbænum í kvöld.
Guðjón í baráttunni í Árbænum í kvöld. Mynd/Valli

"Þetta var meistaraframmistaða," sagði Guðjón Baldvinsson, kampakátur og snyrtilegur eftir frábæran leik sinn og KR í kvöld. Hann skoraði tvö í 1-4 sigri á Fylki.

Fyrra markið hans var draumamark, með glæsilegri hjólhestaspyrnu.

"Þetta er örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum. Ég þarf að skoða þetta aftur," sagði Guðjón en Ólafur Þórðarson kallaði það "grísamark."

"Hann skoraði heldur aldei svona mörk, hann var bara í tæklingunum," sagði Guðjón léttur.

Hann tekur undir það að titillinn er KR að tapa. "Ef við vinnum okkar leiki verðum við meistarar. Þá eigum við það líka skilið. Ef það tekst ekki þá eigum við það ekki skilið," sagði sóknarmaðurinn knái.

Hann segir að liðið hafi verið betra í allt kvöld, utan fyrstu fimm mínútnanna. "Já við vildum bara gefa áhorfendum meira fyrir peninginn með því að fá á okkur mark. Þetta rífur folk örugglega á völlinn næst," sagði Guðjón léttur og greinilega í stuði.

"Við höfum sjálfstraust og þolinmæði til að klára leiki. Við bognum kannski aðeins en brotnum aldrei. Sjálfstraustið skín í gegn," sagði Guðjón.










Tengdar fréttir

Bjarni: Trúin okkar er orðin mikil

Bjarni Guðjónsson var góður á miðju KR í kvöld sem vann Fylki sannfærandi í Árbænum 1-4. Liðið er þar með komið í annað til þriðja sæti Pepsi-deildarinnar.

Umfjöllun: Meistarabragur á KR gegn ráðþrota Fylkismönnum

KR er komið upp í þriðja sæti Pepsi-deildar karla, upp að hlið Breiðabliks, og er nú aðeins tveimur stigum frá toppnum eftir 4-1 stórsigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Sannkallaður meistabragur á þeim röndóttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×