Fótbolti

Tveir Valsmenn spiluðu í tapi Færeyinga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jónas Þór Næs, til hægri, í leiknum í kvöld.
Jónas Þór Næs, til hægri, í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Skotland vann í kvöld 3-0 sigur á Færeyjum í vináttulandsleik í Aberdeen í kvöld.

Þeir Danny Wilson, Kris Commons og Jamie Mackie skoruðu mörk Skota sem komu öll í fyrri hálfleik. Charlie Adam lagði upp fyrstu tvö mörk Skotanna.

Tveir leikmenn Vals komu við sögu í leiknum í kvöld. Jónas Þór Næs lék allan leikinn og Pól Jóhannus Justinusse kom inn á sem varmaður undir lokin.

Christian Mouritsen, sem er nú til reynslu hjá Valsmönnum, kom inn á sem varamaður á 60. mínútu.

Símun Samuelsen, fyrrum leikmaður Keflavíkur, var ekki í liði Færeyja að þessu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×