Fótbolti

Hólmfríður skoraði sitt fyrsta mark í bandarísku deildinni í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hólmfríður Magnúsdóttir. Mynd/Vilhelm
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í bandarísku atvinnumannadeildinni í nótt þegar Philadelphia Independence vann öruggan 4-1 sigur á Sky Blue FC í baráttu liðanna í 2. og 3. sæti deildarinnar.

Hólmfríður skoraði markið sitt á 21. mínútu leiksins þegar hún kom Philadelphia í 3-0 í leiknum. Hólmfríður einlék þá í gegnum vörn Sky Blue og skoraði með laglegu skoti í bláhornið. Hún lék eins og oft áður sem vinstri bakvörður í þessum leik.

Philadelphia er þar komið með sex stiga forskot á Sky Blue í baráttunni um annað sætið en FC Gold Pride er hinsvegar búið að stinga af á toppnum en Marta og félagar eru nú með þrettán stiga forskot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×