Enski boltinn

Jovanovic strax orðinn þreyttur hjá Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Þolinmæði er greinilega ekki einn af styrkleikum Serbans Milan Jovanovic hjá Liverpool því leikmaðurinn er þegar farinn að íhuga að yfirgefa félagið þó svo tímabilið sé rétt hafið.

Jovanovic kom á frjálsri sölu frá Standard Liege í sumar og hefur ekki spilað eins mikið og hann vildi.

"Þetta er farið að dragast á langinn. Ég er baráttumaður en ef þetta fer ekki að breytast þá mun ég finna mér nýtt félag. Ég er í formi, legg mikið á mig og hef byrjað í átta leikjum. Tækfifærin hafa verið fá í síðustu leikjum og það líkar mér illa," sagði Serbinn óþolinmóði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×