Enski boltinn

Sagna: Þurfum að halda haus

Elvar Geir Magnússon skrifar

Útlit er fyrir verulega spennandi titilbaráttu á komandi tímabili á Englandi. Bacary Sagna, leikmaður Arsenal, segir ýmislegt sem þurfi að laga frá síðasta tímabili svo liðið geri atlögu að titlinum nú.

„Við höfum mikil gæði í okkar liði og ég get ekki beðið eftir að tímabilið hefjist," sagði Sagna í viðtali.

„Við þurfum að halda haus allt tímabilið og sýna meiri stöðugleika. Í síðasta leik vorum við 3-0 yfir gegn Celtic en unnum á endanum bara með eins marks mun. Einbeitingin verður að vera í lagi."

Sagna hrósar Marouane Chamakh sem kom í frjálsri sölu frá Bordeaux í sumar. Hann skoraði gegn AC Milan á Emirates mótinu um helgina.

„Hann er góður leikmaður, heldur boltanum vel og getur skorað mörk. Það er mjög mikilvægt að hafa leikmann eins og hann við mark andstæðingana," sagði Sagna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×