Enski boltinn

Leitin að arftaka Van der Sar gengur illa

Elvar Geir Magnússon skrifar
Edwin van der Sar.
Edwin van der Sar.

Það virðist ganga erfiðlega hjá Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, að finna verðugan arftaka markvarðarins Edwin van der Sar.

News of the world fjallar um málið í blaði sínu í morgun. Þar er greint frá því að Sir Alex og njósnarar hans hafi fylgst grannt með Manuel Neuer, markverði Schalke. Þeim hafi hinsvegar þótt hann virka of óöruggur á heimsmeistaramótinu í sumar.

Frakkarnir Hugo Lloris og Sebastien Frey hafa einnig verið til skoðunar en Sir Alex virðist ætla að flýta sér hægt þrátt fyrir að Van der Sar sé að detta í fertugt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×