Enski boltinn

Klasnic líklega aftur til Bolton

Elvar Geir Magnússon skrifar

Króatinn Ivan Klasnic leikur líklega með Bolton á komandi tímabili. Hann var hjá liðinu á lánssamningi í fyrra frá Nantes í Frakklandi.

Samningi Klasnic við Nantes hefur nú verið rift og hann er því frjáls ferða sinna. Hann er þrítugur og skoraði átta mörk í ensku úrvalsdeildinni síðasta vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×