Enski boltinn

Bramble laus gegn tryggingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Titus Bramble í leik með Sunderland.
Titus Bramble í leik með Sunderland. Nordic Photos / Getty Images

Titus Bramble hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingargjaldi ásamt bróður sínum, Tesfaye. Þeir voru handteknir í gær og eru grunaðir um nauðgun.

Þeir munu mæta fyrir dómara þann 2. desember næstkomandi en málið er enn í rannsókn.

Bramble var keyptur til Sunderland frá Wigan fyrir eina milljón punda í sumar en handtakan átti sér stað á hóteli í Newcastle.

Nial Quinn, stjórnarformaður Sunderland, sagði eftir handtökuna að Bramble myndi njóta stuðnings félagsins. Í yfirlýsingu hans kom fram að Bramble neitaði staðfastlega ásökunum konunnar sem tilkynnti meinta nauðgun til lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×