HM í sumar: Þetta eru lykilmennirnir Elvar Geir Magnússon skrifar 11. mars 2010 12:00 Þann 11. júní í sumar verður flautað til leiks á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku. Búast má við skemmtilegum tilþrifum frá fjölmörgum stórstjörnum mótsins. Guardian tók saman mikilvægustu leikmenn liðanna 32 sem taka þátt í mótinu að þessu sinni. Smelltu á albúmið hér að neðan til að kynna þér betur lykilmennina sem verða í eldlínunni í sumar. Rafik Saifi (Alsír) - 55 leikir, 18 mörk - Saifi er sjötti markahæsti landsliðsmaður Alsír frá upphafi og treysta Alsíringar á að hann muni skila mörkum á HM. Leikur með Al-Khor Sports Club í Katar en hefur stærstan hluta ferilsins verið í Frakklandi og Belgíu.Lionel Messi (Argentína) - 41 leikir, 13 mörk - Diego Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, segir Messi vera besta leikmann heims og er ekki einn á þeirri skoðun. Þessi magnaði leikmaður Barcelona hefur þegar unnið Meistaradeildina tvívegis en þyrstir í fleiri verðlaunapeninga með landsliði sínu.Mark Bresciano (Ástralía) - 52 leikir, 11 mörk - Bresciano var næstum genginn í raðir Manchester United í janúar en upp úr slitnaði og hann fór aftur til Palermo. Miðjumaður með auga fyrir mörkum og hefur verið fastamaður í landsliði Ástrala.Kaká (Brasilía) - 73 leikir, 26 mörk - Kaká þarfnast ekki kynningar. Þessi stórbrotni leikmaður kostaði Real Madrid morðfjár en hefur hingað til náð að standa undir þeim gríðarlegu væntingum sem til hans hafa verið gerðar.Samuel Eto'o (Kamerún) - 87 leikir, 42 mörk - Eto'o spilar í dag með Inter en hann var kornungur þegar hann byrjaði að spila með landsliðinu. Hann á tvo Afríkumeistaratitla að baki með liðinu og fagnaði sætinu á HM með því að splæsa rándýrum úrum á liðsfélagana.Matías Fernández (Chile) - 34 leikir, 7 mörk - Var valinn leikmaður ársins í Suður-Ameríku 2006. Skilar mörkum og stoðsendingum á félaga sinn Humberto Suazo. Teknískur og með gott auga fyrir spili. Er nú í herbúðum Sporting Lissabon eftir að hafa gengið illa að finna leiðina að markinu hjá Villareal.Christian Poulsen (Danmörk) - 71 leikur, 5 mörk - Leikmaður ársins í Danmörku 2005 og 2006. Hefur gengið illa að vinna sér inn fast sæti hjá Juventus en frammistaða hans með Danmörku hefur verið frábær. Mikilvægur hlekkur varnarlega en á það til að safna spjöldum...Wayne Rooney (England) - 55 leikir, 25 mörk - Spurningin er hver á að spila með Rooney í sókn Englands. Hefur raðað inn mörkum í vetur og skoraði 9 mörk í 10 leikjum fyrir England í forkeppninni. Gerðar eru gríðarlegar væntingar til hans fyrir HM.Franck Ribéry (Frakkland) - 41 leikur, 7 mörk - Ribéry er talinn í hópi bestu leikmanna heims. Leikur með FC Bayern í Þýskalandi. Hefur verið gjarn á að krækja sér í smávægileg meiðsli sem hafa gert það að verkum að hann hefur misst af nokkrum mikilvægum leikjum.Michael Ballack (Þýskaland) - 97 leikir, 42 mörk - Þrátt fyrir að vera miðjumaður er Ballack í sjöunda sæti yfir flest mörk skoruð fyrir þýska landsliðið, aðeins fimm mörkum frá Rudi Völler og Jürgen Klinsmann.Michael Essien (Gana) - 45 leikir, 8 mörk - Essien lék lykilhlutverk með Gana sem var eina Afríkuþjóðin sem komst upp úr riðli sínum á síðasta heimsmeistaramóti. Frábær miðjumaður sem segist vera tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn á HM í sumar.Theofanis Gekas (Grikkland) - 45 leikir, 20 mörk - Gekas hefur gengið illa á sínum ferli að undanförnu og fékk lítið að spila með Portsmouth þegar hann fór þangað á lánssamningi. Með landsliðinu hefur hinsvegar verið bjartara. Hann skoraði 10 af 20 mörkum Grikklands í undankeppninni.Wesley Sneijder (Holland) - 55 leikir, 12 mörk - Hefur svo sannarlega sýnt gæði sín hjá Inter á Ítalíu. Er þegar orðinn lykilmaður hjá Ítalíumeisturunum og er sköpunargleði hans ansi mikilvæg hollenska landsliðinu.Wilson Palacios (Hondúras) - 68 leikir, 4 mörk - Hefur leikið 68 landsleiki þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára. Skoraði mikilvæg mörk fyrir landsliðið í júní, aðeins tveimur dögum eftir að hafa verið við útför bróður síns sem var myrtur af mannræningjum. Hefur spilað mikilvægt hlutverk fyrir Tottenham í enska boltanum.Gianluigi Buffon (Ítalía) - 100 leikir, 0 mörk - Ofurmennið, eins og hann er kallaður meðal stuðningsmanna Ítalíu, hefur haldið ótrúlegri tryggð við Juventus þrátt fyrir ýmsa öldudali. Var valinn besti markvörðurinn á HM 2006.Didier Drogba (Fílabeinsströndin) - 61 leikur, 41 mark - Þó margir þoli ekki þennan kraftmikla sóknarmann Chelsea geta þeir ekki neitað því að hann er einn sá allra besti í heimi. Fáir gleyma því þegar Drogba hjálpaði við að binda enda á þriggja ára borgarastyrjöld í heimalandi sínu með því að koma fram í sjónvarpi og biðja báðar fylkingar að leggja niður vopn sín.Shunsuke Nakamura (Japan) - 91 leikur, 23 mörk - Þessi fyrrum leikmaður Glasgow Celtic og núverandi leikmaður Espanyol er með baneitraðan vinstri fót. Virkilega góður aukaspyrnusérfræðingur.Rafael Marquez (Mexíkó) - 87 leikir, 10 mörk - Það getur ekki verið slæmt að hafa leikmann Barcelona sem tvisvar hefur orðið Evrópumeistari í hjarta varnarinnar. Eftir slæma byrjun Mexíkó í undankeppninni spilaði Marquez lykilhlutverk í að liðið náði að rétta úr kútnum.Ryan Nelsen (Nýja-Sjáland) - 38 leikir, 6 mörk - Fyrirliði Nýja-Sjálands er menntaður stjórnmálafræðingur en óvíst er hvort það muni hjálpa liðinu á HM. Hugdjarfur varnarmaður sem leikur með Blackburn. Skapar ógn í föstum leikatriðum.John Obi Mikel (Nígería) - 24 leikir, 2 mörk - Hefur átt í erfiðleikum með að vinna sér inn sæti í liði Chelsea í vetur. Þessi sterki miðjumaður lék hinsvegar frábærlega með Nígeríu í undankeppninni.Hong Yong-Jo (Norður-Kórea) - 38 leikir, 11 mörk - Einn af fáum leikmönnum Norður-Kóreu sem leikur utan kommúnistaríkisins. Leikur með FC Rostov í Rússlandi. Norður-Kórea byggir leik sinn upp á varnarleik en Yong-Jo er einn af fáum sem er hættulegur í sókninni. Er fyrirliði liðsins.Roque Santa Cruz (Paragvæ) - 64 leikir, 20 mörk - Kvenfólkið í Suður-Afríka hefur glaðst yfir því að sjá Paragvæ komast í lokakeppnina. Santa Cruz var valinn kynþokkafyllsti leikmaður HM 2006. Þessi leikmaður Manchester City leiðir sókn Paragvæ.Cristiano Ronaldo (Portúgal) - 67 leikir, 22 mörk - Magnaður leikmaður eins og allir vita. Markaðsmenn heimsmeistarakeppninnar hafa líklega fagnað vel þegar Portúgal tryggði sér sæti á mótinu. Dýrasti leikmaður heims verður með í Suður-Afríku.Dejan Stankovic (Serbía) - 85 leikir, 13 mörk - Leiddi Serbíu til sætis í sínu fyrsta heimsmeistaramóti sem sjálfstæð þjóð. Stankovic, sem leikur með Inter, ber fyrirliðabandið enda reyndasti leikmaður Serbíu sem varð fyrir ofan Frakka í undankeppninni.Marek Hamsik (Slóvakía) - 29 leikir, 8 mörk - Kraftmikill miðjumaður sem tekur þátt í sóknarleiknum. Hefur leikið vel fyrir Napoli á tímabilinu. Býr yfir hraða, vinnusemi og er góður að nýta færi. Chelsea hefur sýnt þessum leikmanni áhuga.Milijove Novakovic (Slóvenía) - 36 leikir, 13 mörk - Spilaði alla leiki Slóvena í undankeppninni og var markahæstur í liðinu með fimm mörk. Hann, markvörðurinn Samir Handanovic og fyrirliðinn Robert Koren bera uppi slóvenska liðið.Steven Pienaar (Suður-Afríka) - 43 leikir, 2 mörk - Heimamenn stóla mikið á sína skærustu stjörnu, Steven Pienaar. Spurning hversu mikið þessi miðjumaður Everton getur gert fyrir lið Suður-Afríku á HM.Park Ji Sung (Suður-Kórea) - 84 leikir, 11 mörk - Frægasti íþróttamaður Suður-Kóreu er mikils metinn hjá Manchester United. Park lék lykilhlutverk í liði Suður-Kóreu sem komst óvænt í undanúrslit á HM 2002.Xavi (Spánn) - 82 leikir, 8 mörk - UEFA valdi þennan magnaða miðjumann leikmann Evrópumótsins 2008 þar sem Spánverjar stóðu uppi sem sigurvegarar. Leikur lykilhlutverk með Barcelona og Spáni.Tranquillo Barnetta (Sviss) - 45 leikir, 6 mörk - Þessi miðjumaður Bayer Leverkusen í Þýskalandi var einn besti ungi leikmaðurinn á HM 2006. Algjör lykilhlekkur hjá Sviss og leikur þeirra riðlast mikið án hans.Landon Donovan (Bandaríkin) - 120 leikir, 42 mörk - Leikmaður sem er algjör lykilmaður í liði Bandaríkjanna sem mætir til Suður-Afríku með væntingar en ekki bara vonir. 120 landsleikir segir sitt um mikilvægi hans.Diego Forlan (Úrúgvæ) - 58 leikir, 22 mörk - Það var kannski hlegið að honum á Old Trafford en hann er í raun og veru markamaskína. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Þann 11. júní í sumar verður flautað til leiks á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku. Búast má við skemmtilegum tilþrifum frá fjölmörgum stórstjörnum mótsins. Guardian tók saman mikilvægustu leikmenn liðanna 32 sem taka þátt í mótinu að þessu sinni. Smelltu á albúmið hér að neðan til að kynna þér betur lykilmennina sem verða í eldlínunni í sumar. Rafik Saifi (Alsír) - 55 leikir, 18 mörk - Saifi er sjötti markahæsti landsliðsmaður Alsír frá upphafi og treysta Alsíringar á að hann muni skila mörkum á HM. Leikur með Al-Khor Sports Club í Katar en hefur stærstan hluta ferilsins verið í Frakklandi og Belgíu.Lionel Messi (Argentína) - 41 leikir, 13 mörk - Diego Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, segir Messi vera besta leikmann heims og er ekki einn á þeirri skoðun. Þessi magnaði leikmaður Barcelona hefur þegar unnið Meistaradeildina tvívegis en þyrstir í fleiri verðlaunapeninga með landsliði sínu.Mark Bresciano (Ástralía) - 52 leikir, 11 mörk - Bresciano var næstum genginn í raðir Manchester United í janúar en upp úr slitnaði og hann fór aftur til Palermo. Miðjumaður með auga fyrir mörkum og hefur verið fastamaður í landsliði Ástrala.Kaká (Brasilía) - 73 leikir, 26 mörk - Kaká þarfnast ekki kynningar. Þessi stórbrotni leikmaður kostaði Real Madrid morðfjár en hefur hingað til náð að standa undir þeim gríðarlegu væntingum sem til hans hafa verið gerðar.Samuel Eto'o (Kamerún) - 87 leikir, 42 mörk - Eto'o spilar í dag með Inter en hann var kornungur þegar hann byrjaði að spila með landsliðinu. Hann á tvo Afríkumeistaratitla að baki með liðinu og fagnaði sætinu á HM með því að splæsa rándýrum úrum á liðsfélagana.Matías Fernández (Chile) - 34 leikir, 7 mörk - Var valinn leikmaður ársins í Suður-Ameríku 2006. Skilar mörkum og stoðsendingum á félaga sinn Humberto Suazo. Teknískur og með gott auga fyrir spili. Er nú í herbúðum Sporting Lissabon eftir að hafa gengið illa að finna leiðina að markinu hjá Villareal.Christian Poulsen (Danmörk) - 71 leikur, 5 mörk - Leikmaður ársins í Danmörku 2005 og 2006. Hefur gengið illa að vinna sér inn fast sæti hjá Juventus en frammistaða hans með Danmörku hefur verið frábær. Mikilvægur hlekkur varnarlega en á það til að safna spjöldum...Wayne Rooney (England) - 55 leikir, 25 mörk - Spurningin er hver á að spila með Rooney í sókn Englands. Hefur raðað inn mörkum í vetur og skoraði 9 mörk í 10 leikjum fyrir England í forkeppninni. Gerðar eru gríðarlegar væntingar til hans fyrir HM.Franck Ribéry (Frakkland) - 41 leikur, 7 mörk - Ribéry er talinn í hópi bestu leikmanna heims. Leikur með FC Bayern í Þýskalandi. Hefur verið gjarn á að krækja sér í smávægileg meiðsli sem hafa gert það að verkum að hann hefur misst af nokkrum mikilvægum leikjum.Michael Ballack (Þýskaland) - 97 leikir, 42 mörk - Þrátt fyrir að vera miðjumaður er Ballack í sjöunda sæti yfir flest mörk skoruð fyrir þýska landsliðið, aðeins fimm mörkum frá Rudi Völler og Jürgen Klinsmann.Michael Essien (Gana) - 45 leikir, 8 mörk - Essien lék lykilhlutverk með Gana sem var eina Afríkuþjóðin sem komst upp úr riðli sínum á síðasta heimsmeistaramóti. Frábær miðjumaður sem segist vera tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn á HM í sumar.Theofanis Gekas (Grikkland) - 45 leikir, 20 mörk - Gekas hefur gengið illa á sínum ferli að undanförnu og fékk lítið að spila með Portsmouth þegar hann fór þangað á lánssamningi. Með landsliðinu hefur hinsvegar verið bjartara. Hann skoraði 10 af 20 mörkum Grikklands í undankeppninni.Wesley Sneijder (Holland) - 55 leikir, 12 mörk - Hefur svo sannarlega sýnt gæði sín hjá Inter á Ítalíu. Er þegar orðinn lykilmaður hjá Ítalíumeisturunum og er sköpunargleði hans ansi mikilvæg hollenska landsliðinu.Wilson Palacios (Hondúras) - 68 leikir, 4 mörk - Hefur leikið 68 landsleiki þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára. Skoraði mikilvæg mörk fyrir landsliðið í júní, aðeins tveimur dögum eftir að hafa verið við útför bróður síns sem var myrtur af mannræningjum. Hefur spilað mikilvægt hlutverk fyrir Tottenham í enska boltanum.Gianluigi Buffon (Ítalía) - 100 leikir, 0 mörk - Ofurmennið, eins og hann er kallaður meðal stuðningsmanna Ítalíu, hefur haldið ótrúlegri tryggð við Juventus þrátt fyrir ýmsa öldudali. Var valinn besti markvörðurinn á HM 2006.Didier Drogba (Fílabeinsströndin) - 61 leikur, 41 mark - Þó margir þoli ekki þennan kraftmikla sóknarmann Chelsea geta þeir ekki neitað því að hann er einn sá allra besti í heimi. Fáir gleyma því þegar Drogba hjálpaði við að binda enda á þriggja ára borgarastyrjöld í heimalandi sínu með því að koma fram í sjónvarpi og biðja báðar fylkingar að leggja niður vopn sín.Shunsuke Nakamura (Japan) - 91 leikur, 23 mörk - Þessi fyrrum leikmaður Glasgow Celtic og núverandi leikmaður Espanyol er með baneitraðan vinstri fót. Virkilega góður aukaspyrnusérfræðingur.Rafael Marquez (Mexíkó) - 87 leikir, 10 mörk - Það getur ekki verið slæmt að hafa leikmann Barcelona sem tvisvar hefur orðið Evrópumeistari í hjarta varnarinnar. Eftir slæma byrjun Mexíkó í undankeppninni spilaði Marquez lykilhlutverk í að liðið náði að rétta úr kútnum.Ryan Nelsen (Nýja-Sjáland) - 38 leikir, 6 mörk - Fyrirliði Nýja-Sjálands er menntaður stjórnmálafræðingur en óvíst er hvort það muni hjálpa liðinu á HM. Hugdjarfur varnarmaður sem leikur með Blackburn. Skapar ógn í föstum leikatriðum.John Obi Mikel (Nígería) - 24 leikir, 2 mörk - Hefur átt í erfiðleikum með að vinna sér inn sæti í liði Chelsea í vetur. Þessi sterki miðjumaður lék hinsvegar frábærlega með Nígeríu í undankeppninni.Hong Yong-Jo (Norður-Kórea) - 38 leikir, 11 mörk - Einn af fáum leikmönnum Norður-Kóreu sem leikur utan kommúnistaríkisins. Leikur með FC Rostov í Rússlandi. Norður-Kórea byggir leik sinn upp á varnarleik en Yong-Jo er einn af fáum sem er hættulegur í sókninni. Er fyrirliði liðsins.Roque Santa Cruz (Paragvæ) - 64 leikir, 20 mörk - Kvenfólkið í Suður-Afríka hefur glaðst yfir því að sjá Paragvæ komast í lokakeppnina. Santa Cruz var valinn kynþokkafyllsti leikmaður HM 2006. Þessi leikmaður Manchester City leiðir sókn Paragvæ.Cristiano Ronaldo (Portúgal) - 67 leikir, 22 mörk - Magnaður leikmaður eins og allir vita. Markaðsmenn heimsmeistarakeppninnar hafa líklega fagnað vel þegar Portúgal tryggði sér sæti á mótinu. Dýrasti leikmaður heims verður með í Suður-Afríku.Dejan Stankovic (Serbía) - 85 leikir, 13 mörk - Leiddi Serbíu til sætis í sínu fyrsta heimsmeistaramóti sem sjálfstæð þjóð. Stankovic, sem leikur með Inter, ber fyrirliðabandið enda reyndasti leikmaður Serbíu sem varð fyrir ofan Frakka í undankeppninni.Marek Hamsik (Slóvakía) - 29 leikir, 8 mörk - Kraftmikill miðjumaður sem tekur þátt í sóknarleiknum. Hefur leikið vel fyrir Napoli á tímabilinu. Býr yfir hraða, vinnusemi og er góður að nýta færi. Chelsea hefur sýnt þessum leikmanni áhuga.Milijove Novakovic (Slóvenía) - 36 leikir, 13 mörk - Spilaði alla leiki Slóvena í undankeppninni og var markahæstur í liðinu með fimm mörk. Hann, markvörðurinn Samir Handanovic og fyrirliðinn Robert Koren bera uppi slóvenska liðið.Steven Pienaar (Suður-Afríka) - 43 leikir, 2 mörk - Heimamenn stóla mikið á sína skærustu stjörnu, Steven Pienaar. Spurning hversu mikið þessi miðjumaður Everton getur gert fyrir lið Suður-Afríku á HM.Park Ji Sung (Suður-Kórea) - 84 leikir, 11 mörk - Frægasti íþróttamaður Suður-Kóreu er mikils metinn hjá Manchester United. Park lék lykilhlutverk í liði Suður-Kóreu sem komst óvænt í undanúrslit á HM 2002.Xavi (Spánn) - 82 leikir, 8 mörk - UEFA valdi þennan magnaða miðjumann leikmann Evrópumótsins 2008 þar sem Spánverjar stóðu uppi sem sigurvegarar. Leikur lykilhlutverk með Barcelona og Spáni.Tranquillo Barnetta (Sviss) - 45 leikir, 6 mörk - Þessi miðjumaður Bayer Leverkusen í Þýskalandi var einn besti ungi leikmaðurinn á HM 2006. Algjör lykilhlekkur hjá Sviss og leikur þeirra riðlast mikið án hans.Landon Donovan (Bandaríkin) - 120 leikir, 42 mörk - Leikmaður sem er algjör lykilmaður í liði Bandaríkjanna sem mætir til Suður-Afríku með væntingar en ekki bara vonir. 120 landsleikir segir sitt um mikilvægi hans.Diego Forlan (Úrúgvæ) - 58 leikir, 22 mörk - Það var kannski hlegið að honum á Old Trafford en hann er í raun og veru markamaskína.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira