Enski boltinn

Riise vildi hefna sín á Bellamy

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Arne Riise.
John Arne Riise. Mynd/Anton
John Arne Riise rifjaði upp í samtali við norska fjölmiðla í gær golfkylfurifrildið fræga við Craig Bellamy er þeir voru samherjar hjá Liverpool árið 2007.

Atvikið átti sér stað í æfingabúðum í Portúgal í febrúar árið 2007 þegar leikmenn voru við skál á karókí-bar. Bellamy vildi fá Riise upp á svið en sá norski tók það ekki í mál og fór upp á herbergi.

Skömmu síðar kom Bellamy upp á herbergi til hans og var þá vopnaður golfkylfu.

„Hann sló mig tvisvar. Einu sinni í fótinn og einu sinni í mjöðmina," sagði Riise.

„Þetta hefði getað endað á versta veg. Hann vildi hitta mig upp á herbergi daginn eftir. Ég mætti en hann var ekki þar. Ég var reiðubúinn til að ..."

„Slást?" skýtur spyrill að í viðtalinu.

„Til að gera eitthvað. Einhversstaðar var línan dregin og þetta gekk svona langt."

Málið fór hátt í bresku pressunni á sínum tíma og vakti mikla athygli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×