Enski boltinn

Cole: Gerrard á skilið að verða enskur meistari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Joe Cole segir að félagi sinn hjá Liverpool, Steven Gerrard, eigi það skilið að verða enskur meistari áður en hann leggur skóna á hilluna.

Hann segir Gerrard dreyma um að verða meistari og vill hjálpa félaga sínum að ná þeim árangri.

"Hann er frábær leikmaður. Ég hef þekkt hann síðan við vorum 17 ára. Við höfum spilað og leikið saman með landsliðinu í tíu ár og ég veit því vel hvernig maður hann er," sagði Cole.

"Hann er sérstaklega góður þegar hann spilar með Liverpool. Leikmaður eins og hann á skilið að verða enskur meistari. Ég þarf að hjálpa honum að ná því markmiði sínu," sagði Cole sem varð meistari með Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×