Enski boltinn

Ferguson: Leeds átti sigurinn skilinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ferguson var oft svekktur í dag.
Ferguson var oft svekktur í dag.

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var eðlilega ekki kátur eftir niðurlægingu dagsins en hann gaf sér þó tíma til þess að spjalla við fjölmiðla.

„Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á þessari frammistöðu. Ef við byrjum ekki leikinn en hitt liðið gerir það þá verður þetta alltaf erfitt," sagði Ferguson.

„Leeds var miklu hungraðra í sigur. Það þarf líka smá heppni og þeir fengu hana. Leeds átti þetta samt skilið því liðið spilaði virkilega vel," sagði Ferguson sem var ekki sáttur við þær 5 mínútur sem var bætt við leiktímann.

„Það var móðgun við leikinn sem og leikmennina."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×