Logi: Ef þetta kveikir ekki í okkur þá veit ég ekki hvað þarf til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2010 23:14 Logi Ólafsson, þjálfari KR. Mynd/Vilhelm Loga Ólafssyni, þjálfara KR, var augljóslega létt, eftir 3-2 sigur KR á Fram í Laugardalnum í kvöld. Það var mikil pressa á honum og liðinu fyrir leik og ekki var húnn minni þegar liðið var komið 2-0 undir. Logi fækkaði hinsvegar í vörninni og setti fleiri menn í sóknina og það skilaði þremur mörkum á lokakaflanum og þremur stigum í hús. „Það var ekki um neitt annað að ræða. Okkur leið ekkert sérstaklega vel með þessa stöðu að vera 2-0 undir á móti Fram á Laugardalsvellinum. Þeir voru vel skipulagðir og voru að berjast eins og hetjur allan tímann. Við vorum meira með boltann en náðum ekki að skapa mikið. Við tókum þessa áhættu sem þarf stundum að gera í fótbolta," sagði Logi. „Við fækkuðum um einn varnarmann og settum sóknarmann inn. Við reyndum með því að nýta breidd vallarins betur en við höfðum gert. Þetta þéttist svolítið og fór eins og inn í einhverja trekt þar sem þetta lokaðist að lokum, skotin fóru í varnarmenn og við náðum ekki að koma boltanum framhjá þeim. Þetta hjálpaði það er ljóst," sagði Logi um breytinguna sína þegar hann tók bakvörðinn Eggert Rafn Einarssin útaf og setti inn á kantmanninn Gunnar Kristjánsson. „Við fáum þarna aukaspyrnu og Grétar skorar gott mark. Það kom okkur á bragðið. Hann er að færa liðinu mikið sjálfstraust í vörn og svo í föstum leikatriðum í sókninni. Svo kemur Björgólfur með tvo dæmigerð mörk fyrir hann," sagði Logi. „Ef þetta kveikir ekki í okkur þá veit ég ekki hvað þarf til. Að þessu sinni drógu menn fram allt það besta í baráttu sem þeir áttu. Þeir fóru fyrir hverjum öðrum sem góð fyrirmynd og börðust til síðasta blóðdropa og það er það sem uppsker þennan sigur. Við erum að leggja það mikið á okkur í líkamlegri vinnu inn á vellinum og þá fyrst nýtast þessir góðu hæfileikar sem búa í þessu liði. Ég lít á þetta sem sigur liðsheildarinnar," sagði Logi. „Þetta leit ekki vel út í stöðunni 2-0 og okkur leið ekkert sérstaklega vel en eitthvað urðum við að gera," sagði Logi. „Ég held að það megi alveg segja það að við höfum átt eitthvað inni. Við höfum verið sérstaklega óheppnir fyrir framan markið og óheppnir með okkar aðgerðir fyrir framan eigið mark. Það hefur lítið fallið með okkur. Það féll mikið með okkur á síðustu tíu mínútunum í kvöld en það sýnir bara þann styrk sem býr í þessu liði, bæði í fótbolta og líka í andlegum styrk," sagði Logi að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Loga Ólafssyni, þjálfara KR, var augljóslega létt, eftir 3-2 sigur KR á Fram í Laugardalnum í kvöld. Það var mikil pressa á honum og liðinu fyrir leik og ekki var húnn minni þegar liðið var komið 2-0 undir. Logi fækkaði hinsvegar í vörninni og setti fleiri menn í sóknina og það skilaði þremur mörkum á lokakaflanum og þremur stigum í hús. „Það var ekki um neitt annað að ræða. Okkur leið ekkert sérstaklega vel með þessa stöðu að vera 2-0 undir á móti Fram á Laugardalsvellinum. Þeir voru vel skipulagðir og voru að berjast eins og hetjur allan tímann. Við vorum meira með boltann en náðum ekki að skapa mikið. Við tókum þessa áhættu sem þarf stundum að gera í fótbolta," sagði Logi. „Við fækkuðum um einn varnarmann og settum sóknarmann inn. Við reyndum með því að nýta breidd vallarins betur en við höfðum gert. Þetta þéttist svolítið og fór eins og inn í einhverja trekt þar sem þetta lokaðist að lokum, skotin fóru í varnarmenn og við náðum ekki að koma boltanum framhjá þeim. Þetta hjálpaði það er ljóst," sagði Logi um breytinguna sína þegar hann tók bakvörðinn Eggert Rafn Einarssin útaf og setti inn á kantmanninn Gunnar Kristjánsson. „Við fáum þarna aukaspyrnu og Grétar skorar gott mark. Það kom okkur á bragðið. Hann er að færa liðinu mikið sjálfstraust í vörn og svo í föstum leikatriðum í sókninni. Svo kemur Björgólfur með tvo dæmigerð mörk fyrir hann," sagði Logi. „Ef þetta kveikir ekki í okkur þá veit ég ekki hvað þarf til. Að þessu sinni drógu menn fram allt það besta í baráttu sem þeir áttu. Þeir fóru fyrir hverjum öðrum sem góð fyrirmynd og börðust til síðasta blóðdropa og það er það sem uppsker þennan sigur. Við erum að leggja það mikið á okkur í líkamlegri vinnu inn á vellinum og þá fyrst nýtast þessir góðu hæfileikar sem búa í þessu liði. Ég lít á þetta sem sigur liðsheildarinnar," sagði Logi. „Þetta leit ekki vel út í stöðunni 2-0 og okkur leið ekkert sérstaklega vel en eitthvað urðum við að gera," sagði Logi. „Ég held að það megi alveg segja það að við höfum átt eitthvað inni. Við höfum verið sérstaklega óheppnir fyrir framan markið og óheppnir með okkar aðgerðir fyrir framan eigið mark. Það hefur lítið fallið með okkur. Það féll mikið með okkur á síðustu tíu mínútunum í kvöld en það sýnir bara þann styrk sem býr í þessu liði, bæði í fótbolta og líka í andlegum styrk," sagði Logi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn