Logi: Ef þetta kveikir ekki í okkur þá veit ég ekki hvað þarf til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2010 23:14 Logi Ólafsson, þjálfari KR. Mynd/Vilhelm Loga Ólafssyni, þjálfara KR, var augljóslega létt, eftir 3-2 sigur KR á Fram í Laugardalnum í kvöld. Það var mikil pressa á honum og liðinu fyrir leik og ekki var húnn minni þegar liðið var komið 2-0 undir. Logi fækkaði hinsvegar í vörninni og setti fleiri menn í sóknina og það skilaði þremur mörkum á lokakaflanum og þremur stigum í hús. „Það var ekki um neitt annað að ræða. Okkur leið ekkert sérstaklega vel með þessa stöðu að vera 2-0 undir á móti Fram á Laugardalsvellinum. Þeir voru vel skipulagðir og voru að berjast eins og hetjur allan tímann. Við vorum meira með boltann en náðum ekki að skapa mikið. Við tókum þessa áhættu sem þarf stundum að gera í fótbolta," sagði Logi. „Við fækkuðum um einn varnarmann og settum sóknarmann inn. Við reyndum með því að nýta breidd vallarins betur en við höfðum gert. Þetta þéttist svolítið og fór eins og inn í einhverja trekt þar sem þetta lokaðist að lokum, skotin fóru í varnarmenn og við náðum ekki að koma boltanum framhjá þeim. Þetta hjálpaði það er ljóst," sagði Logi um breytinguna sína þegar hann tók bakvörðinn Eggert Rafn Einarssin útaf og setti inn á kantmanninn Gunnar Kristjánsson. „Við fáum þarna aukaspyrnu og Grétar skorar gott mark. Það kom okkur á bragðið. Hann er að færa liðinu mikið sjálfstraust í vörn og svo í föstum leikatriðum í sókninni. Svo kemur Björgólfur með tvo dæmigerð mörk fyrir hann," sagði Logi. „Ef þetta kveikir ekki í okkur þá veit ég ekki hvað þarf til. Að þessu sinni drógu menn fram allt það besta í baráttu sem þeir áttu. Þeir fóru fyrir hverjum öðrum sem góð fyrirmynd og börðust til síðasta blóðdropa og það er það sem uppsker þennan sigur. Við erum að leggja það mikið á okkur í líkamlegri vinnu inn á vellinum og þá fyrst nýtast þessir góðu hæfileikar sem búa í þessu liði. Ég lít á þetta sem sigur liðsheildarinnar," sagði Logi. „Þetta leit ekki vel út í stöðunni 2-0 og okkur leið ekkert sérstaklega vel en eitthvað urðum við að gera," sagði Logi. „Ég held að það megi alveg segja það að við höfum átt eitthvað inni. Við höfum verið sérstaklega óheppnir fyrir framan markið og óheppnir með okkar aðgerðir fyrir framan eigið mark. Það hefur lítið fallið með okkur. Það féll mikið með okkur á síðustu tíu mínútunum í kvöld en það sýnir bara þann styrk sem býr í þessu liði, bæði í fótbolta og líka í andlegum styrk," sagði Logi að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira
Loga Ólafssyni, þjálfara KR, var augljóslega létt, eftir 3-2 sigur KR á Fram í Laugardalnum í kvöld. Það var mikil pressa á honum og liðinu fyrir leik og ekki var húnn minni þegar liðið var komið 2-0 undir. Logi fækkaði hinsvegar í vörninni og setti fleiri menn í sóknina og það skilaði þremur mörkum á lokakaflanum og þremur stigum í hús. „Það var ekki um neitt annað að ræða. Okkur leið ekkert sérstaklega vel með þessa stöðu að vera 2-0 undir á móti Fram á Laugardalsvellinum. Þeir voru vel skipulagðir og voru að berjast eins og hetjur allan tímann. Við vorum meira með boltann en náðum ekki að skapa mikið. Við tókum þessa áhættu sem þarf stundum að gera í fótbolta," sagði Logi. „Við fækkuðum um einn varnarmann og settum sóknarmann inn. Við reyndum með því að nýta breidd vallarins betur en við höfðum gert. Þetta þéttist svolítið og fór eins og inn í einhverja trekt þar sem þetta lokaðist að lokum, skotin fóru í varnarmenn og við náðum ekki að koma boltanum framhjá þeim. Þetta hjálpaði það er ljóst," sagði Logi um breytinguna sína þegar hann tók bakvörðinn Eggert Rafn Einarssin útaf og setti inn á kantmanninn Gunnar Kristjánsson. „Við fáum þarna aukaspyrnu og Grétar skorar gott mark. Það kom okkur á bragðið. Hann er að færa liðinu mikið sjálfstraust í vörn og svo í föstum leikatriðum í sókninni. Svo kemur Björgólfur með tvo dæmigerð mörk fyrir hann," sagði Logi. „Ef þetta kveikir ekki í okkur þá veit ég ekki hvað þarf til. Að þessu sinni drógu menn fram allt það besta í baráttu sem þeir áttu. Þeir fóru fyrir hverjum öðrum sem góð fyrirmynd og börðust til síðasta blóðdropa og það er það sem uppsker þennan sigur. Við erum að leggja það mikið á okkur í líkamlegri vinnu inn á vellinum og þá fyrst nýtast þessir góðu hæfileikar sem búa í þessu liði. Ég lít á þetta sem sigur liðsheildarinnar," sagði Logi. „Þetta leit ekki vel út í stöðunni 2-0 og okkur leið ekkert sérstaklega vel en eitthvað urðum við að gera," sagði Logi. „Ég held að það megi alveg segja það að við höfum átt eitthvað inni. Við höfum verið sérstaklega óheppnir fyrir framan markið og óheppnir með okkar aðgerðir fyrir framan eigið mark. Það hefur lítið fallið með okkur. Það féll mikið með okkur á síðustu tíu mínútunum í kvöld en það sýnir bara þann styrk sem býr í þessu liði, bæði í fótbolta og líka í andlegum styrk," sagði Logi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira