Enski boltinn

Nasri segir Old Trafford ekki vera jafn ógnvekjandi og áður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samir Nasri.
Samir Nasri. Mynd/AP
Frakkinn Samir Nasri hefur farið á kostum með Arsenal-liðinu að undanförnu og hann er sannfærður um að liðið geti náð góðum úrslitum í toppslagnum á móti Manchester United á Old Trafford á morgun. Arsenal fór upp fyrir United um síðustu helgi og komst í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Arsenal hefur aðeins unnið einn af síðustu 10 leikjum sínuim á Old Trafford í öllum keppnum en Nasri óttast ekki United-liðið sem hann segir ekki vera sama lið án þeirra Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez.

„Að mínu mati er Manchester United ekki sama lið og það var því það var alltaf örlítið ógnvekjandi að mæta á Old Trafford þegar liðið var með Cristiano Ronaldo og Tevez," sagði Samir Nasri við Sky Sports.

„Þeir eru ekki eins góðir sóknarlega og áður en þeir eru samt með gott lið og það er erfitt að vinna þá ef að þeir komast 1-0 yfir. Við eigum eftir að sjá hvernig þetta fer en við höfum fulla trú á því að við getum náð einhverju út úr þessum leik," sagði Nasri.

Arsenal hefur þegar tapað þremur heimaleikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en það er útivallarárangurinn sem hefur skilað liðinu efsta sætinu. „Við verjumst miklu betur á útivelli og þá erum við að spila agaðari og skipulagðari leik," segir Nasi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×