Enski boltinn

Rodrigo Moreno til Bolton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Moreno er mættur til Bolton í ensku úrvalsdeildinni.
Moreno er mættur til Bolton í ensku úrvalsdeildinni.

Rodrigo Moreno Machado er orðinn leikmaður Bolton. Hann kemur á lánssamningi frá Benfica í Portúgal út tímabilið og getur bæði spilað á kantinum og í fremstu víglínu.

Moreno er nítján ára gamall og gekk til liðs við Benfica frá Real Madrid fyrr í sumar. Í samningi milli félaganna tveggja kemur fram að Madrídarliðið geti keypt hann til baka á næstu tveimur árum ef þeir eru hrifnir af framförum hans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×