Enski boltinn

Capello ánægður með frammistöðu Carroll

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andy Carroll í leiknum í kvöld.
Andy Carroll í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, var ánægður með frammistöðu Andy Carroll, leikmanns Newcastle, í leiknum gegn Frökkum í kvöld.

Carroll spilaði í kvöld sinn fyrsta landsleik en kom þó ekki í veg fyrir tap þar sem Frakkar unnu, 2-1.

„Það er mikilvægt fyrir mig að nokkrir ungir leikmenn fengu að spila á Wembley í kvöld gegn góðu liði eins og Frakklandi," sagði Capello við enska fjölmiðla eftir leikinn.

„Þetta var vináttuleikur og það er mikilvægt að vita hvað ungu leikmennirnir geta. Ég sagði þeim fyrir leikinn að það væri allt annað mál að spila með A-liðinu en U-21 liðinu."

„Frakkar voru betri í fyrri hálfleik en við vorum betri í þeim síðari," sagði Capello.

„Ég er ánægður fyrir hönd Carroll. Hann stóð sig vel og er góður framtíðarleikmaður enska landsliðsins."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×