Enski boltinn

Adam Johnson: Erfitt líf á bekknum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Adam Johnson er varamaður.
Adam Johnson er varamaður.

„Ég er sérstaklega ósáttur við að missa sæti mitt þrátt fyrir að hafa verið valinn maður leiksins gegn Blackburn," segir Adam Johnson, leikmaður Manchester City.

Hann skoraði sigurmark City gegn Newcastle fyrir viku síðan eftir að hafa komið inn sem varamaður. Hann hefur verið sjóðheitur en gengur bölvanlega að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu.

Hann er ekki stærsta nafnið í leikmannahópi City og þarf oft að víkja þrátt fyrir góða frammistöðu.

„Svona er þessi bolti. En ég held bara áfram að bæta minn leik og reyni að vinna mér sæti. Áhorfendur standa með mér og það hjálpar mér í þessari baráttu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×