Innlent

Hitti forsætisráðherra Palestínu

Sveinn Rúnar ásamt Ismael Hanieh, forsætisráðherra Palestínu
Sveinn Rúnar ásamt Ismael Hanieh, forsætisráðherra Palestínu

Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félags Íslands-Palestínu, átti í dag fund með forsætisráðherra Palestínu.

Samkvæmt tilkynningu sem Sveinn Rúnar sendi þá ræddi hann í klukkustund við Ismael Hanieh, forsætisráðherra Palestínu. Fundurinn átti sér stað á Gazaströnd klukkan eitt í dag.

Sveinn Rúnar segir fundinn hafa verið afar ánægjulegan og vel heppnaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×