Fótbolti

Sjálfsmark sem verður seint leikið eftir - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þau gerast varla skrýtnari sjálfsmörkin en það sem var skorað í leik Santo Andre og Portuguesa í brasilísku 2. deildinni á dögunum.

Það er allavega ljóst að varnarmaðurinn óheppni myndi ekki geta endurtekið þetta þótt að hann fengi til þess ótal tilraunir.

Það er hægt að skoða markið með því að smella hér en það er ekki hægt annað en brosa af þessu marki en um leið komast menn ekki hjá því að finna til með varnarmanninum sem í fyrstu veit ekkert hvert boltinn fór.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×