Sláturtíðin hafin -farandverkamenn streyma til Húsavíkur Sigríður Mogensen skrifar 10. október 2010 19:00 Farandverkamenn hvaðanæva að streymdu til Húsavíkur að vinna í sláturtíðinni sem stendur nú sem hæst. Þeir eru allt frá unglingum í ævintýraeit upp í þaulvana slátrara á sextugsaldri og setur litríkur hópurinn svip sinn á bæinn. Alls fjölgar starfsmönnum hjá Norðlenska á Húsavík um 80-90 í sauðfjársláturtíðinni, sem stendur yfir í tvo mánuði á ári og er nú í fullum gangi. Í ár eru í hópnum allt frá sautján ára unglingum í ævintýraleit og upp í lærða slátrara á sextugsaldri og kemur fólkið meðal annars frá Svíþjóð, Póllandi, Lettlandi og Bretlandi. „Mikið af þessu fólki er að koma í annað og þriðja og allt upp í áttunda árið, þannig að þeim finnst eins og þeir séu að koma heim," segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri hjá Norðlenska. Spurður hvernig það hafi gengið að fá Íslendinga í þessi störf svarar Sigmundur: „það hefur ekki gengið vel, það verður bara að segjast eins og er. Við höfum töluvert leitað, en það hefur bara ekki gengið vel." Sigmundur segist ekki finna fyrir miklum áhuga atvinnulausra á vinnunni? „Nei við finnum ekki fyrir því og við höfum svo sem sagt það áður, ef það er blautt og kalt þá eru Íslendingar ekkert spenntir," segir Sigmundur. „Við viljum meina það að þetta fólk skilji eftir sig töluvert í bænum. Við erum í góðu samstarfi við hótelið og leigjum af þeim heila hæð og það lengir tímabilið hjá þeim. Og þetta fólk þarf að lifa og það nýtir sér verslanir og að sjálfsögðu pöbbana þannig að það skilur töluvert eftir í bænum, og meira líf sem ekki veitir af," segir Sigmundur. Boðaður niðurskurður í heilbrigðisþjónustu hvílir þungt á Húsavík eins og mörgum öðrum sveitarfélögum þessa dagana. „Það er mikil hætta á að fólk geti slasað sig ef ekki er farið varlega. Og það hafa orðið slys, hvert á ég að fara með fólkið? Ef ég get ekki farið með það á næsta sjúkrahús það getur kostað mannslíf, það er ekkert flókið," segir Sigmundur sem er uggandi yfir niðurskurðartillögum ríkisstjórnarinnar. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Farandverkamenn hvaðanæva að streymdu til Húsavíkur að vinna í sláturtíðinni sem stendur nú sem hæst. Þeir eru allt frá unglingum í ævintýraeit upp í þaulvana slátrara á sextugsaldri og setur litríkur hópurinn svip sinn á bæinn. Alls fjölgar starfsmönnum hjá Norðlenska á Húsavík um 80-90 í sauðfjársláturtíðinni, sem stendur yfir í tvo mánuði á ári og er nú í fullum gangi. Í ár eru í hópnum allt frá sautján ára unglingum í ævintýraleit og upp í lærða slátrara á sextugsaldri og kemur fólkið meðal annars frá Svíþjóð, Póllandi, Lettlandi og Bretlandi. „Mikið af þessu fólki er að koma í annað og þriðja og allt upp í áttunda árið, þannig að þeim finnst eins og þeir séu að koma heim," segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri hjá Norðlenska. Spurður hvernig það hafi gengið að fá Íslendinga í þessi störf svarar Sigmundur: „það hefur ekki gengið vel, það verður bara að segjast eins og er. Við höfum töluvert leitað, en það hefur bara ekki gengið vel." Sigmundur segist ekki finna fyrir miklum áhuga atvinnulausra á vinnunni? „Nei við finnum ekki fyrir því og við höfum svo sem sagt það áður, ef það er blautt og kalt þá eru Íslendingar ekkert spenntir," segir Sigmundur. „Við viljum meina það að þetta fólk skilji eftir sig töluvert í bænum. Við erum í góðu samstarfi við hótelið og leigjum af þeim heila hæð og það lengir tímabilið hjá þeim. Og þetta fólk þarf að lifa og það nýtir sér verslanir og að sjálfsögðu pöbbana þannig að það skilur töluvert eftir í bænum, og meira líf sem ekki veitir af," segir Sigmundur. Boðaður niðurskurður í heilbrigðisþjónustu hvílir þungt á Húsavík eins og mörgum öðrum sveitarfélögum þessa dagana. „Það er mikil hætta á að fólk geti slasað sig ef ekki er farið varlega. Og það hafa orðið slys, hvert á ég að fara með fólkið? Ef ég get ekki farið með það á næsta sjúkrahús það getur kostað mannslíf, það er ekkert flókið," segir Sigmundur sem er uggandi yfir niðurskurðartillögum ríkisstjórnarinnar.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira