Enski boltinn

Terry búinn að draga sig út úr enska hópnum

óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry.
John Terry. Mynd/Nordic Photos/Getty
John Terry verður ekki með enska landsliðinu á móti Svartfjallalandi á þriðjudaginn því hann þurfti að draga sig út úr enska hópnum í kvöld vegna bakmeiðsla. Terry missti líka af tveimur fyrstu leikjum enska liðsins í undankeppni EM.

John Terry er þriðji enski landsliðsmaðurinn sem meiðist í aðdraganda þessa leiks en hinir eru þeir Phil Jagielka og Aaron Lennon.

Það verður enginn leikmaður kallaður inn í enska landsliðið í staðinn fyrir Terry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×