Enski boltinn

Savicevic: Ég hataði Capello

Elvar Geir Magnússon skrifar
Capello hress.
Capello hress.

Dejan Savicevic er formaður knattspyrnusambands Svartfjallalands. Hann er einnig besti knattspyrnumaður sem þetta litla land hefur alið.

Svartfjallaland mætir Englandi í landsleik á þriðjudag og þá hittast á ný Savicevic og Fabio Capello. Savicevic lék á sínum tíma undir stjórn Capello hjá AC Milan.

Samband Capello og Savicevic var vægast sagt stormasamt frá fyrsta degi sem leikmaðurinn var keyptur. Hann var ekki sáttur við lítinn spiltíma og neitaði í eitt skipti að vera á varamannabekknum.

Þá lét hann ítrekað í sér heyra ef hann var ekki sáttur og kvartaði m.a. formlega við Silvio Berlusconi, eiganda AC Milan.

„Ég gjörsamlega hataði Capello á þessum tíma. Það er samt breytt núna og ég ber virðingu fyrir honum í dag," segir Savicevic.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×