Fótbolti

Ekstra Bladet ráðleggur Christian Poulsen að skipta um íþrótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Poulsen gengur hér af velli í leikloks.
Christian Poulsen gengur hér af velli í leikloks. Mynd/AP
Christian Poulsen, leikmaður Liverpool og fyrirliði danska landsliðsins upplifði erfitt kvöld á Estádio Drãgao leikvanginum í Lissabon á föstudagkvöldið og ekki fékk hann heldur skemmtileg skilaboð í dönsku blöðunum daginn eftir.

Danir töpuðu þá 1-3 fyrir Portúgal í undankeppni EM og einu stig danska liðsins eru þau sem liðið fékk eftir"heppnissigurinn" á móti Íslandi á Parken á dögunum.

Ekstra Bladet gaf Poulsen núll í einkunn fyrir frammistöðuna á móti Portúgal og umfjöllunin um leik hans var stutt og einföld: Skiptu um íþrótt.

Christian Poulsen gaf Portúgölum nánast annað markið þegar hann sendi boltann beint á Nani sem skoraði auðveldlega.

Danski landsliðsþjálfarinn Morten Olsen var meira að segja spurður af því eftir leikinn hvort að hann íhugaði að taka fyrirliðabandið af Poulsen og landsliðsþjálfarinn svaraði að það kæmi alveg til greina eins og allt annað.

Danir mæta Kýpverjum á Parken á þriðjudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×