Enski boltinn

Wes Brown öskraði á Sir Alex - Seldur í janúar?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kjáni. Wes Brown er úti í kuldanum eftir að hafa öskrað á Sir Alex Ferguson.
Kjáni. Wes Brown er úti í kuldanum eftir að hafa öskrað á Sir Alex Ferguson.

Framtíð varnarmannsins Wes Brown hjá Manchester United er í lausu lofti. Brown lenti í hörkurifrildi við knattspyrnustjórann Sir Alex Ferguson í sumar og það kann ekki góðri lukku að stýra.

Öskruðu þeir á hvorn annan og rifust líkt og hundur og köttur.

Síðan hefur Brown ekki byrjað einn einasta deildarleik. Eini alvöru leikurinn sem hann hefur byrjað var gegn Glasgow Rangers í Meistaradeildinni en þá meiddist Rafael í upphitun. Þá fékk hann byrjunarliðssæti gegn Scunthorpe í deildabikarnum.

Brown varð atvinnumaður hjá United 1996 og a 349 leiki að baki fyrir félagið. Sunderland fylgist með gangi mála og er heldur betur til í að fá Brown í búninginn rauða og hvíta. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum.

Ekki er talið ólíklegt að Ferguson sé reiðubúinn að láta Brown lönd og leið þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×