Enski boltinn

Man City vill fá Hleb frá Barcelona

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hleb náði ekki að festa sig í sessi í spænska boltanum.
Hleb náði ekki að festa sig í sessi í spænska boltanum.

Manchester City hefur áhuga á að fá miðjumanninn Alexander Hleb frá spænska stórliðinu Barcelona. Hleb mun snúa aftur til Börsunga í sumar eftir lánsdvöl hjá Stuttgart í Þýskalandi.

Barcelona ætlar að selja Hleb og samkvæmt fjölmiðlum á Spáni hafa Manchester City og Aston Villa áhuga á þessum leikmanni frá Hvíta Rússlandi.

Hleb er fyrrum leikmaður Arsenal og á sér víst þá ósk heitasta að snúa aftur í enska boltann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×