Fótbolti

Keppt í fótboltafræðum til styrktar Krabbameinsfélaginu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Markvörðurinn skrautlegi Bruce Grobbelaar skartar fallegri mottu.
Markvörðurinn skrautlegi Bruce Grobbelaar skartar fallegri mottu.

Átakið karlmenn og krabbamein hefur heldur betur heppnast vel og ólíklegustu menn skarta mottum í marsmánuði, allt til að sýna Krabbameinsfélaginu stuðning.

Í kvöld verður haldið sérstakt pub-quiz til styrktar þessu málefni þar sem aðeins verður spurt úr heimi fótboltans. Þátttaka kostar 500 krónur en ágóðinn rennur til Krabbameinsfélagsins.

Vefsíðan sammarinn.com stendur fyrir þessari spurningakeppni sem fram fer á enska barnum í Austurstræti og hefst klukkan 20. Sérstakt mottu-þema verður í gangi og ýmsir spennandi vinningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×