Enski boltinn

Wenger: Rooney fer hvergi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney á bekknum um helgina.
Rooney á bekknum um helgina.

Þrátt fyrir upphlaup Wayne Rooney þá búast ekkert allt of margir við því að Rooney yfirgefi Man. Utd. José Mourinho spáir því að Rooney verði áfram hjá United og Arsene Wenger gerir slíkt hið sama.

"Rooney er frábær leikmaður. Ég er fullviss um að hann verður áfram hjá United því það er hans félag. Þegar leikmenn eru hvíldir koma sögur. Rooney er Rooney og mun vera áfram þar sem hann er," sagði hinn franski stjóri Arsenal sem er þó hissa á samningsstöðu leikmannsins.

"Það kemur mér mjög á óvart að United sé ekki löngu búið að ganga frá hans málum. Ég veit ekki af hverju en það gætu verið margar ástæður fyrir því. Ég veit þó að fyrir mann eins og Rooney koma bara 3-4 félög til greina og hann velur sér ekki félög peninganna vegna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×