Enski boltinn

Di Matteo les ekki blöðin

Elvar Geir Magnússon skrifar
Roberto Di Matteo.
Roberto Di Matteo.
Strákarnir í West Bromwich Albion hafa verið flottir það sem af er tímabili. Spila fínan fótbolta og geta með sigri gegn Blackpool á mánudagskvöld komist uppfyrir peningavél Manchester City í fjórða sætinu.

Knattspyrnustjórinn Roberto Di Matteo hefur fengið vænan skammt af hrósi og eru ensku blöðin dugleg að orða hann við stærri lið í Evrópu.

„Ég les ekki blöðin. Ég er ekkert að hugsa út í þessar sögusagnir. Ég hugsa bara um næsta leik og stefni á sigur þar," segir Di Matteo.

Hann er á rúllandi samningi hjá WBA. „Það hentar öllum best, það er það eina sem ég get sagt," segir Di Matteo sem er Ítali sem fæddist í Sviss. Hann átti farsælan feril sem leikmaður og lék með Chelsea, Lazio og ítalska landsliðinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×